Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Thursday, July 31, 2008

Greenhouse effect?

We don´t live in Iceland because of the nice weather, that is for sure.  However, there was nothing to complain about yesterday, when we had abnormal heat everywhere in the country. Records were broken in many places, including Reykjavik, where we had an unprecedented 26,7°C.  Inland, the heat went up to 30°.
Dimma has just left after staying with us for 10 days and now Mira, daughter of Fiona and Felix, has arrived and is staying for a week.  In yesterday´s walk we went berry-picking and the dogs even tried some delicious black berries.  The berries are very early this year, usually they are not ripe until middle or even late august.  If this is the greenhouse-effect, I am not complaining.
Lotta with ears flying in a welcomed breze
Those two are always up to something.......
Mira - yes it is warm!

Monday, July 28, 2008

World show og Molinn


Mynd: Hver er komin í gestaherbergið??  Alltaf nokkur forvitin trýni á glugganum þegar ég vaknaði á morgnana......   

Lagði land undir fót og hélt einu sinni sem oftar til Stokkhólms á hundasýningu.  Heimssýning í þetta skiptið.  
Yndislegt að gista hjá Birgittu og Per að venju.  Við Birgitta byrjuðum á því að panta okkur gistingu í USA, en við stefnum á The Nationals sheltisýninguna í apríl á næsta ári.  Þar sem ég sit við tölvuna í kjallaranum, heyri ég krafs í glugga og hver var mættur úti og hafði haft veður af vinkonu sinni...... Flexi minn!!  Það voru fagnaðarfundir.  Felix er kóngurinn í kvennabúrinu núna, mér sýndist hann búinn að velta Boss gamla úr sessi.  Aðeins meiri fyrirferð í mínum en fyrir ári síðan.  Alltaf sami góði voffinn samt og hann á svo sannarlega skilið að veita hundaflokknum forstöðu, eins yfirvegaður og klár strákur sem hann er.  Svo er hann farinn að grána aðeins á trýninu, mjög virðulegur.

Heimssýningin var þokkaleg, ágætlega skipulögð hjá frændum vorum, Svíunum, en dagskráin í stóra hringnum var samt sérstök svo ekki sé meira sagt.  SKK setti upp  "show" þar sem sænskum hefðum var gerð skil eftir árstíðum, og föstudaginn horfði ég á lúsíur, jólasveina og jólahald með öllu tilheyrandi á heitum sumardegi.  Sunnudag var það sumarið sem var aðeins meira við hæfi á heitum júnídegi, en ég heyrði á öðrum gestum að haustið á fimmtudeginum og vorið á laugardeginum hefði verði álíka undarleg upplifum og jólahaldið sem ég sá.
Gaman að horfa á shelite-keppnina, frábært að sjá alla þessa fínu hunda og ræktendur samankomna.  Ekkert sérlega sammála dómurunum en það er nú ekki nýtt.  Flash (Moorwood Caribbean Blue Treat) toppaði daginn fyrir mig, þvílík unun að sjá dýrið hlaupa í hringnum.  Hef ekki séð fallegri hreyfingar í sheltiehring.  
Fór ekki á sérsýningu sheltieklúbbsins á laugardeginum, enda sömu hundar sýndir.  Vafraði þess í stað á milli og naut fallegra hunda.  Sunnudaginn var ég að mestu í hring þar sem ungir sýnendur voru að keppa.  Þorbjörg sýndi Sammie og hún og aðrar íslenskar stelpur stóðu sig virkilega vel.

Svo var það Molinn.  Birgitta tók frá hvolp fyrir fjórum mánuðum og hann vex og dafnar vel.  Myndarstrákur, samfeðra Ísa.  Á að koma inn í Hrísey 11. ágúst ef Guð lofar og flytja inn til vinkonu minnar, Sóley Möller, mánuði síðar!  Smellti nokkrum myndum af gullinu:



Dýrin í Ólátagarði

Það er óhætt að segja að það sé fjör á heimilinu.  Ísi og Lotta leika frá morgni til kvölds og Rannsý lætur sitt ekki eftir liggja þegar hún fær að vera með í fjörinu.  Lotta er klárust, hún finnur upp á leikjunum og stofnar yfirleitt til þeirra.  Ísi er alltaf til í tuskið og gæti ekki verið betri félagi fyrir þær tíkur, Lottu og Rannsý.  Rannsý leikur orðið pent og fallega við litlu dýrin, leggst niður fyrir þau svo þau getið tuskað hana til.......
Lotta var sýnd á sumarsýningu HRFÍ og ekki hægt að segja að dómurinn hafi verið góður!  Enginn sheltie fékk framhald.  Ég var samt ánægð með Lottu skott í hringnum.  Engin athugasemd var gerð við brotna fótinn eða hreyfingar af þeim sökum.  
Allý hin kanadíska var sýnd í fyrsta skipti og kom hún í snyrtingu á Hegranesið daginn áður. Myndarleg tík sem Róbert má vera stoltur af!  
Ég fann stutt myndskeið sem ég tók af Lottu og Ísa skömmu eftir að Ísi kom til landsins.  Bangsi gamli er með þótt hann taki ekki þátt í eltingaleiknum og það er nú aðallega hans vegna sem ég set þetta inn.  Sakna hans.

Bangsinn minn


Elsku besti Bangsi minn kvaddi óvænt fallegan maídag.  Bjúgur á fæti lagaðist ekki þrátt fyrir lyfjameðferð, svo hann var drifinn i allsherjar rannsókn á dýraspítalanum.  Þar skýrðust málin smátt og smátt - sogæðakerfið var farið að gefa sig (þrálát magakveisa sem hann fékk á hundahóteli um áramótin ekki ólíklegur sökudólgur) og ofan á það kom í ljós að bein og brjósk var uppétið hjá mjaðmakúlu öðrum megin.  Læknirinn mat þetta slitgigt fremur en HD.  Tekið saman var gott líf fyrir Bangsann afskrifað, ekki hæg að gera á honum aðgerð til að laga fótinn út af kerfisbiluninni og lítið hægt að gera til að halda þeirri bilun niðri.  
Ákvörðun var tekin á meðan Banginn svaf fallega eftir svæfingu fyrir myndatöku.  Kvalinn skyldi hann ekki lifa og hundlaus fór ég heim.  
Dagurinn var óraunverulegur, áfallið mikið og það er fyrst núna, tveimur mánuðum eftir að hann féll frá, að ég get skrifað um það.  Sakna hans mikið og finnst við öll svikin um mörg ár með blíðum og góðum félaga.  
Það síðasta sem ég sagði við hann vakandi - og endurtók þegar ég kvaddi hann sofandi : ,,Sjáumst síðar, vinur".