Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Friday, May 15, 2009

Young Bella

Bella is maturing well but is still (and will be) small. In her small frame, she has excellent body and substance.  Steinunn is looking very well after her, daily free walks, lots of companionship and caring.  She even brushes her teeth everyday, tells me that Bella comes in to the bathroom smiling when she hears the toothbrush rattling.....

Friday, May 01, 2009

Afmælissýning

Félagið okkar verður 40 ára á þessu ári.
Ýmislegt verður á dagskrá til að fagna þessum tímamótum og verður síðasta vikan í ágúst sérstaklega helguð afmælishátíðarhöldunum - báðar helgar meðtaldar.  Fyrri helgina verður afmælissýning.

Ekki bara ein, heldur tvær!  Ein á laugardag og önnur á sunnudag! Hljómaði brjálæðislega þegar hugmyndin kom upp í sýningastjórn, en áður en við vissum af, var búið að samþykkja þetta - og við sjálfsagt búin að koma okkur í botnlausa vinnu og vandræði......... Þvílíkt spennandi!

Nordisk Kennel Union verður með fund sinn hér á landi á þessum tíma, svo við fáum að nota krafta þeirra fundargesta sem eru dómarar.  Það eru þau Kari Järvinen, allrounder frá Finnlandi (einn flottasti dómari Norðurlanda að mínu mati), okkar elskulegi Jörgen Hindse frá Danmörku, Carl Gunnar Stavberg, nýbakaður sænskur allrounder (dæmdi terríersýningu hér um árið) og Marie Petersen frá Danmörku.  
Þar að auki ætlar frú Jean Lanning frá Englandi að heiðra okkur, en hún dæmdi fyrstu sýningu HRFÍ.  Margt breyst síðan þá!
Helle Dan Pålsson, spanieldómari, kemur í boði félagsins, en spanieldeild óskaði eftir henni sem dómara á sérsýningu sem til stóð að halda í ársbyrjun en ekkert varð af.
Heiðursfélagarnir og einu útlitsdómararnir okkar, frú Guðrún Guðjohnsen og Sigríður Pétursdóttir, verða í dómarahópnum.  Við eigum þeim mikið að þakka og þær eru enn að vinna fyrir félagið þessar elskur og bera hróður okkar út fyrir landsteinana. 
Þá vantar enn tvo dómara til að dæmið gangi upp - það skýrist vonandi fljótlega hverjir það verða. 

Þetta gerir samtals 10 dómara - og 10 hringi hvorn dag - og hámark 700 skráða hunda pr. dag. Annars þarf að bæta við!
Að auki ætlum við að reyna að virkja vinnuhundadeild, íþróttadeild og fjárhundadeild í keppnir og sýningar á svæðinu.  Já, hljómar frekar brjálæðislega.

Erum strax farin að hafa samband við hringstjóra og frekjast með sumarfrí og annað, við þurfum lágmark 15 hringstjóra til að manna 20 hringi  - og svo eru það ritarar, aðstoðarritarar, fólk í miðasölu og gæslu, dýralæknaþjónusta, veitingasala osfrv osfrv.

Eins gott að veðrið haldist, því helmingurinn af hringjunum á að vera úti.  Nú, ef ekki, þá skítt með það.  Við sýnum samt, förum bara í stígvélin!!
Spennandi?