Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Monday, December 13, 2010

Úttekt

Eftir sýninguna var skundað beint upp í Málningarskemmu á bak við Dekurdýr og þar beið aldeilis fallegur hópur. Þangað var stefnt shetland sheepdog eigendum með hunda sína í úttekt hjá Birgittu Svarstad. Af 37 skráðum hundum á landinu mættu 26 :-D

Birgitta fór yfir hvern hund, skoðaði á borði og mat hreyfingar á gólfi, en Þorbjörg hljóp með þá alla og stillti upp. Ég skrifaði eins og ég gat náð niður og reyndi svo að romsa upp úr mér samantekt fyrir viðstadda, eins hátt og ég gat, því lofthitakerfið keppti ansi hressilega við raddböndin.

Það tók tvo tíma að komast yfir hópinn, en þeim tíma var vel varið. Ómetanlegt að fá alla svona saman, geta litið yfir kynslóðir, séð saman systkini með foreldrum og heildina. Glöggt auga Birgittu missti ekki af neinu. Ég tók saman í grein sem birtist á sheltie.is helstu atriðin sem hún nefndi.
Aldeilis gott veganesti fyrir pælingar framtíðarinnar!


0 Comments:

Post a Comment

<< Home