Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Sunday, March 22, 2009

Bella 7 months and 32 cm.




Wednesday, March 04, 2009

Frá sýningunni.

Verð að segja að það var léttir að klára sýninguna síðustu helgi.  Tveir dómarar veiktust, þar af annar korteri fyrir sýningu, með tilheyrandi stressi.  Ég er órúlega þakklát þeim félagsmönnum og erlendum dómurum sem hjálpuðu okkur að útvega staðgengla.  Allt er gott sem endar vel og helgin var frábær og menn og hundar skemmtu sér konunglega.  

Það eru þó undantekningar á því og mér finnst ákaflega leitt að heyra dæmi um ósmekklega framkomu einstakra gesta okkar við aðra og þá sérstaklega dónaskap við starfsfólk í dyragæslunni.  Sýningarnar okkar, eins stórar og viðamiklar og þær eru orðnar, eru mannaðar af félagsmönnum í sjálfboðavinnu og það er slæmt ef einstaka gestir láta persónuleg vandamál sín og geðvonsku bitna á samviskusömum ungmennum sem reyna sitt besta við að framfylgja þeim reglum sem sýningastjórn hefur lagt þeim til. 

Ég sá ekki dóma á sheltie en mér skilst að úrslit hafi verið eftirfarandi hjá dómaranum Hans Van Den Berg: Bláfelds Arctic Gunn varð BOB með CACIB og endaði BIG-4, litla beibíið Moorwood Caribbean Night Copy varð 2. bh og fékk íslenskt meistarastig og Fáfnir fékk VG.  Engin tík var skráð að þessu sinni. Hamingjuóskir með góðan árangur. Mér reiknast til að þetta hafi verið fjórða alþjóðlega stigið hjá Leo og því hægt að sækja um C.I.B. titil? Það væri nú glæsilegt.

Júnísýningin er næst á dagskrá og undirbúningur fyrir hana fer að hefjast.  Ég geri ráð fyrir að Guy Jeavons, sheltieræktandi (Grandgables) dæmi þá sheltie og engin spurning að við sheltiesjúklingarnir fjölmennum!