Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Monday, July 28, 2008

Bangsinn minn


Elsku besti Bangsi minn kvaddi óvænt fallegan maídag.  Bjúgur á fæti lagaðist ekki þrátt fyrir lyfjameðferð, svo hann var drifinn i allsherjar rannsókn á dýraspítalanum.  Þar skýrðust málin smátt og smátt - sogæðakerfið var farið að gefa sig (þrálát magakveisa sem hann fékk á hundahóteli um áramótin ekki ólíklegur sökudólgur) og ofan á það kom í ljós að bein og brjósk var uppétið hjá mjaðmakúlu öðrum megin.  Læknirinn mat þetta slitgigt fremur en HD.  Tekið saman var gott líf fyrir Bangsann afskrifað, ekki hæg að gera á honum aðgerð til að laga fótinn út af kerfisbiluninni og lítið hægt að gera til að halda þeirri bilun niðri.  
Ákvörðun var tekin á meðan Banginn svaf fallega eftir svæfingu fyrir myndatöku.  Kvalinn skyldi hann ekki lifa og hundlaus fór ég heim.  
Dagurinn var óraunverulegur, áfallið mikið og það er fyrst núna, tveimur mánuðum eftir að hann féll frá, að ég get skrifað um það.  Sakna hans mikið og finnst við öll svikin um mörg ár með blíðum og góðum félaga.  
Það síðasta sem ég sagði við hann vakandi - og endurtók þegar ég kvaddi hann sofandi : ,,Sjáumst síðar, vinur".

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Man svo vel eftir því þegar við vorum að leita að réttu tegundinni og fengum áhuga á sheltie. Við fengum að kíkja á Dísu og Bangsa hjá þér. Við kolféllum fyrir Bangsanum.. hann var svo fallegur og svo mikill mömmustrákur.
Þau bræddu mig allaveganna alveg upp úr skónum, þessir 2 fyrstu sheltie hundar sem ég hitti. Eftir það var ekki aftur snúið.

8:56 AM  
Blogger Lilja Dóra said...

Já Bangsi var voffi sem öllum þótti vænt um sem kynntust honum. Ætlaði að eiga hann í minnst fimmtán ár! Takk fyrir kommentið..... Lilja

3:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Samhryggist innilega. Var að lesa þetta núna og fékk tár í augun við lesninguna.
Það er mikill söknuður í svona hundum og enn erfiðara að takast á við það þegar þetta ber svona skyndilega að.
En ég er nokkuð viss um að þú efnir orð þín og þið "sjáist síðar"

Kveðja, Dóra, Alex, Púki & Djazz

10:53 AM  

Post a Comment

<< Home