Dýrin í Ólátagarði
Það er óhætt að segja að það sé fjör á heimilinu. Ísi og Lotta leika frá morgni til kvölds og Rannsý lætur sitt ekki eftir liggja þegar hún fær að vera með í fjörinu. Lotta er klárust, hún finnur upp á leikjunum og stofnar yfirleitt til þeirra. Ísi er alltaf til í tuskið og gæti ekki verið betri félagi fyrir þær tíkur, Lottu og Rannsý. Rannsý leikur orðið pent og fallega við litlu dýrin, leggst niður fyrir þau svo þau getið tuskað hana til.......
Lotta var sýnd á sumarsýningu HRFÍ og ekki hægt að segja að dómurinn hafi verið góður! Enginn sheltie fékk framhald. Ég var samt ánægð með Lottu skott í hringnum. Engin athugasemd var gerð við brotna fótinn eða hreyfingar af þeim sökum.
Allý hin kanadíska var sýnd í fyrsta skipti og kom hún í snyrtingu á Hegranesið daginn áður. Myndarleg tík sem Róbert má vera stoltur af!
Ég fann stutt myndskeið sem ég tók af Lottu og Ísa skömmu eftir að Ísi kom til landsins. Bangsi gamli er með þótt hann taki ekki þátt í eltingaleiknum og það er nú aðallega hans vegna sem ég set þetta inn. Sakna hans.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home