Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Monday, July 28, 2008

World show og Molinn


Mynd: Hver er komin í gestaherbergið??  Alltaf nokkur forvitin trýni á glugganum þegar ég vaknaði á morgnana......   

Lagði land undir fót og hélt einu sinni sem oftar til Stokkhólms á hundasýningu.  Heimssýning í þetta skiptið.  
Yndislegt að gista hjá Birgittu og Per að venju.  Við Birgitta byrjuðum á því að panta okkur gistingu í USA, en við stefnum á The Nationals sheltisýninguna í apríl á næsta ári.  Þar sem ég sit við tölvuna í kjallaranum, heyri ég krafs í glugga og hver var mættur úti og hafði haft veður af vinkonu sinni...... Flexi minn!!  Það voru fagnaðarfundir.  Felix er kóngurinn í kvennabúrinu núna, mér sýndist hann búinn að velta Boss gamla úr sessi.  Aðeins meiri fyrirferð í mínum en fyrir ári síðan.  Alltaf sami góði voffinn samt og hann á svo sannarlega skilið að veita hundaflokknum forstöðu, eins yfirvegaður og klár strákur sem hann er.  Svo er hann farinn að grána aðeins á trýninu, mjög virðulegur.

Heimssýningin var þokkaleg, ágætlega skipulögð hjá frændum vorum, Svíunum, en dagskráin í stóra hringnum var samt sérstök svo ekki sé meira sagt.  SKK setti upp  "show" þar sem sænskum hefðum var gerð skil eftir árstíðum, og föstudaginn horfði ég á lúsíur, jólasveina og jólahald með öllu tilheyrandi á heitum sumardegi.  Sunnudag var það sumarið sem var aðeins meira við hæfi á heitum júnídegi, en ég heyrði á öðrum gestum að haustið á fimmtudeginum og vorið á laugardeginum hefði verði álíka undarleg upplifum og jólahaldið sem ég sá.
Gaman að horfa á shelite-keppnina, frábært að sjá alla þessa fínu hunda og ræktendur samankomna.  Ekkert sérlega sammála dómurunum en það er nú ekki nýtt.  Flash (Moorwood Caribbean Blue Treat) toppaði daginn fyrir mig, þvílík unun að sjá dýrið hlaupa í hringnum.  Hef ekki séð fallegri hreyfingar í sheltiehring.  
Fór ekki á sérsýningu sheltieklúbbsins á laugardeginum, enda sömu hundar sýndir.  Vafraði þess í stað á milli og naut fallegra hunda.  Sunnudaginn var ég að mestu í hring þar sem ungir sýnendur voru að keppa.  Þorbjörg sýndi Sammie og hún og aðrar íslenskar stelpur stóðu sig virkilega vel.

Svo var það Molinn.  Birgitta tók frá hvolp fyrir fjórum mánuðum og hann vex og dafnar vel.  Myndarstrákur, samfeðra Ísa.  Á að koma inn í Hrísey 11. ágúst ef Guð lofar og flytja inn til vinkonu minnar, Sóley Möller, mánuði síðar!  Smellti nokkrum myndum af gullinu:



3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegt að sjá nýtt blogg..
Felix myndarlegi er alveg eins og ljón þarna í glugganum.. bara sætur!

Rosalega er Moli mikið krútt. Finnst hann vera svolítið líkur pabba sínum. Það verður spennandi að sjá hvernig hann á eftir að dafna.

8:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka svoo til ad sja Molann minn aftur, algjor engill tessi strakur!
...En tetta er ekki Felix a glugganum Hrefna :)

1:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

úps, haha..
gerði einhvernveginn bara ósjálfrátt ráð fyrir því. Hver er þetta annars?

10:45 AM  

Post a Comment

<< Home