alltaf í hundunum......
Skemmtileg afmælisvika HRFÍ liðin - tvær góðar sýningar og skemmtileg dagskrá sl. fimmtudag. Hlustaði á góðan fyrirlestur um herpes-vírusinn, fyrirlestur um sæðingar og hreint frábæran fyrirlestur Stefaníu um uppruna og sögu íslenska fjárhundsins. Sleppti öðrum örugglega fínum fyrirlestrum til að sjá aðra atburði, eins og bíladrátt husky/malamute hunda, andasmölun hjá border collie, hundadans og veiðihunda taka stand á væng.
Um helgina er það svo ræktunarráðstefna um shetland sheepdog í Noregi. Þangað koma m.a. Tom Cohen frá USA - spennt að heyra í honum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home