Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Saturday, February 14, 2009

Allt rólegt

Bella dafnar vel og missir nú barnajaxla í gríð og erg. Steinunn sendi mynd um daginn:
hún lítur út eins og úfinn ungi.......  feldmikill tíkarhvolpur.

Nú fer að líða að alþjóðlegri sýningu hér heima.  Bara þrír sheltie skráðir hjá Hans Van Den Berg frá Hollandi. Ég skráði ekkert, enda sýningastjóri.  Hlakka mikið til, allt of langt frá síðustu sýningu. Flottir dómarar að koma og margar tegundir sem fá "sérfræðing" sem dómara. 

Held að nýjar breytingar á sýningareglum séu góðar, ég hefði viljað ganga enn lengra og hætta borðastandinu, en önnur Norðurlönd vilja halda borðunum inni og við fylgjum þeim.  Borðarnir hjálpa líka áhorfendum að skilja hvað er að gerast í hringnum, svo fremi sem þeir séu með litadæmið á hreinu, en ég held að flækjustigið sé einfaldlega orðið of hátt, borðarnir og litirnir of margir til að þetta sé sæmilega gegnsætt.  Draumurinn er að umsagnir dómara séu skráðar rafrænt inn og birtist jafnóðum á skjá sem áhorfendur geta séð (nei nú er ég farin að fantasera). 
Samkvæmt nýjum reglum verða allir stálpaðir hundar dæmdir til einkunnar - líka meistarar - og allir sem ekki eru íslenskir meistarar eða fullcertaðir geta fengið meistarastig - líka meistarar og öldungar. Vonandi sjáum við meira af gömlu hundunum okkar á sýningum í kjölfarið.  Það er svo mikilvægt að fá þá inn til að sjá hvert ræktunin er að stefna, bera ungu hundana saman við. Fallegur öldungur í góðu formi með réttar og heilbrigðar hreyfingar segir okkur líka ýmislegt um ræktunina...... og eigandann!!

Allt gott að frétta annars af hundum heimilisins, Lotta og Ísi alltaf jafn kát og glöð, leika sér enn eins og hvolpar og Rannsý labrador reynir sitt besta að leika pent með, þótt hún detti stundum í brussuganginn.  Hún leggst oft niður fyrir sheltana og leyfir þeim að kútveltast ofaná sér, eða þeir fara upp í sófa og kljást við hana "upphækkuð".  Frekar fyndið að sjá þessa stærðaraðlögun leikjanna.
Ísi er að fá nýjan feld - varð í raun aldrei feldlítill í þessu losi, og Lotta er að byrja í feldlosi. Hún er komin með mjög góðan tíkarfeld, væntanlega frá mömmu sinni ;-) 
Annars bara allt rólegt.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rosalega er hún sæt, krossa fingur að hún nái upp í rétta stærð!
kv.Hrefna

3:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi tík er að virka vel á mig.

Kv, Robbi

4:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ykkur ; )
Kveðja frá Ellu, Nölu og Tildu

1:29 AM  

Post a Comment

<< Home