
Bella er að nálgast fimm mánaða aldurinn og er enn svolítið kríli, svo ákveðið var að dóttir mín, sem býr í Kaupmannahöfn, tæki hana í nokkra mánuði til að byrja með, amk. þar til við sjáum hvort hun komi til með að ná stærð. Dóttirin er afsakplega sátt heyrist mér og ég er viss um að Bella verður það líka - það er ekkert grín að vera lítill hvolpur í mánaðar einangrun á Íslandi... Ég fer því út núna næstu daga til að sækja krílið til Svíþjóðar og koma því fyrir í Köben.
6 Comments:
Virkilega sæt tík. Flott höfuðlag og eyrnarstaða.
Robbi
Rosalega er hún sæt
En þú ert ekkert hætt við hana er það?
kv.Hrefna
nei, búin að kaupa tíkina - en hún býr amk. tímabundið í Danmörku. Hún er núna, 5 mánaða gömul, 30,5 cm svo hún þarf að vaxa um aðra 2,5 á næstu mánuðum til að ná stærð. Það getur farið beggja megin við!! Ef hún verður of lítil, er ekki ólíklegt að hún ílengist í Danaveldi hjá dótturinni.
kv. Lilja
Ég skil! þessi hundategund vill aldrei hitta í rétta stærð! ;)
kv.Hrefna
Colombom?
Niðurstöður úr augnskoðunum í Svíþjóð má finna á vef SKK undir hunddata. Allir skráðir sheltiehvolpar þar augnskoðaðir fyrir 12 vikna aldur - Bella er alveg laus við colobom. Skemmtilegra að vita hverjum maður er að svara?!
Post a Comment
<< Home