Felix´s legacy and friends

Account of Felix´s visit to Iceland, his offsprings and his friends.

Friday, January 29, 2010

Ása heitir hún.

Ása litla (Undralands Vetrarsól) fór í "heimsókn" á nýja heimilið sitt í gær. Það gekk allt saman vel og hún var örþreytt þegar hún kom aftur heim til hinna hundana, sem tóku hana bókstaflega "í nefið", þefuðu af henni hátt og lágt til að vita hvar hún hefði verið. Heilmikið ævintýri fyrir lítinn 9 vikna hvolp! Eftir smá sopa hjá Lottu steinsofnaði sú stutta og svaf fram á næsta dag.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það fer ekkert á milli mála að þessi er skyld Felix. Erfitt að láta þau frá sér.

Kv, Robbi

3:15 AM  
Blogger Lilja Dóra said...

Úff já. Hefði ekki trúað því hvað það tekur á að láta þessi litlu dýr fara! Ég er samt afskaplega ánæg með nýja heimilið hennar, þar mun fara vel um hana.

9:28 AM  

Post a Comment

<< Home